Virkja viðveruskráningu í farsímaviðmóti
1. Til að virkja viðveruskráningu þarf að byrja á því að búa til verkið "Viðvera" fyrst.
Þetta er gert með því að velja
Verkbókhald /Skráning og viðhald / Verk
a. Velja Stofna
b. Velja Greiðanda
c. Gefa verkinu nafn td. Viðvera
d. Velja stöðuna "í vinnslu"
e. Haka við að sleppa við útskuldun
f. Skrá til að vista
2. Næst velur þú
Verkbókhald / Stjórnun / Stýringar
3. Til að virkja viðveru
a. Velur þú flipann "Farsímaviðmót"
b. Hakar við "Sýna stimpilklukku (viðvera) í farsímaviðmóti
c. Velur það verk sem sett er í viðveru stimpilklukku
d. Velur "Uppfæra" til að vista
4. Slóðin til að skrá verkskráningu og viðveru í gegnum létt viðmótið er svo:
https://www.regla.is/fibs/spa/PunchClock/
Einnig er hægt að nota annað létt viðmót sem er fyrir innstimplun og útstimplun: https://www.regla.is/fibs/spa/timeClock/