Gengismeðhöndlun
Það sem breyttist í skráningunni er sem sagt að þegar viðskiptavinur með erlendan gjaldmiðil er sleginn inn þá uppfærist myntkóðinn og upphæðin birtist í íslenskum krónum (eða þeim gjaldmiðli sem fyrirtækið notar) fyrir neðan innsláttarreitinn. Gengið miðast við þá dagsetningu sem er skráð framar í línunni og sjálft gengið birtist í tooltip ef bendillinn er látinn sitja yfir íslensku upphæðinni.
Það sem breyttist í yfirlitinu er nýr dálkur sem birtir upphæðina í erlendu myntinni og miðast þá við færsludagsetningu. Til þess að fá gengið á annarri dagsetningu hakar maður bara við Dags. gengis og velur dagsetninguna. Sjálfgefin dagsetning er dagurinn í dag. Til þess að sjá gengi þeirrar dagsetningar er hægt að láta bendilinn sitja yfir upphæðinni í hverri línu.