Rýrnun vörur
Leiðrétting vöru fyrir vöru
Til að leiðrétta birgðastöðu í kjölfar þess að vara rýrnar er hægt að velja vöruna og fara inn í birgðir flipann. Í skráningu birgðahreyfinga er hægt að velja tegund: Talning - Rýrnun og síðan magn sem fer af lager.
Leiðrétting í gegnum innflutningsálf
Ef mikið magn af mismunandi vörum hafa rýrnað getur verið þægilegt að nota innflutningsálfinn til að leiðrétta birgðastöðu. Fyrsta skref er nálgast birgðalistann undir Sölukerfi>Fyrirspurnir>Birgðalisti.
- Þar er hægt að flokka eftir ákveðnum vöruflokkum eða taka vörulistann í heild sinni
- Næst er vörulistinn fluttur út í gegnum excel
Í excel má eyða út öllum dálkum nema lager, vöruflokkar og talning. Í talningardálk er síðan sett magn af vörum sem hafa rýrnað. Ath. að það þarf að vera tala í öllum vörum. Ef engin breyting er á birgðum er sett 0 í staðinn.
Næst er innflutningsálfur Reglu valinn undir Stjórnun>Innflutningsálfur. Veljið flokkin birgðir og hlaðið upp excel skránni. Hægt er að velja um hvernig færslutegund á að koma fram við skráningu. Því næst er hvert svæði í Reglu tengt við dálka í excel og hægt að velja flytja inn.