Verktaka / Túlka app uppsetning
Hægt er að senda verkbeiðnir í síma til verktaka sem verktakar svo samþykkja eða hafna.
Þessi grein fer í gegnum uppsetningu á þess háttar verkferli.
Til að hægt sé að nýta sér þennan eiginleika verður þú að vera með eftirfarandi kerfiseiningar í Reglu:
- Sölukerfi
- Verkbókhald
Uppsetning starfsmanna
Starfsmenn sem eiga að nota verktaka appið þurfa að
- Vera með hakað í notendur kerfa.
- Vera með hlutverkið "Starfsmaður / Verktaki" í Verkbókhaldi.
Greiðendur
Greiðendur eru viðskiptamenn sem hægt er að stofna í Reglu undir Sölukerfi / Viðskiptamenn.
Nauðsynlegt er að búa til greiðendur til að útskulda unnin verk.
Vörur og vörutaxtar
Nauðsynlegt er að skrá vörur sem skráðar eru á starfsmenn.
Vörurnar eru eins og taxtar eða tímavinna til að vinna eftir.
Verðið á vörunni á að vera verð fyrir verkefni per klukkustund og getur verið .
Til að geta skráð yfirvinnu og álag skal notast við vörutaxta undir Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörutaxtar.
Skrá starfsmenn á vöru
Til að skrá starfsmann á verk þarf að velja hvaða starfsmenn geta unnið við hvaða verk.
Förum í Verkbókhald / Stjórnun / Vörunúmer, taxtar starfsmanna,
veljum starfsmann úr listanum og setjum á hann verk.
Smellum á plúsinn til að bæta við nýrri vöru.
Pössum að hafa a.m.k eina sjálfgefna vöru í listanum per starfsmann!
Úthlutun verka
Förum í Verkbókhald / Skráning og Viðhald / Tímaúthlutun og Vöruskráning.
Veljum vöruna sem við bjuggum til áður og fáum þá upp starfsmennina sem eru skráðir á vöruna (Vörur/taxtar starfsmanna) og tímatöflu.
Setjum inn upphafstíma verksins og lengd og sjáum þá hvort verk starfsmanna skarist við önnur verkefni.
Veljum starfsmann til að skrá á verkið með því að smella á hann og ýta á "í lagi".
Veljum næst greiðanda, skýrum verkið með lýsandi heiti og setjum lýsingu og athugasemd ef það á við.
Ýtum á skrá og senda verkbeiðni og þá fær starfsmaður verkbeiðni í tölvupósti og getur opnað verkið í appi.
Uppsetning á Appi
- Verktaki (Starfsmaður) sækir appið "Regla POS" í Appstore eða Playstore og skráir sig inn með sínu notandanafni og lykilorði.
- Velur Þýðandi / Verktaki á uppsetninga skjánum
- Velur svo Verk Úthlutað þar sem hægt er að skoða úthlutuð verk og vinna þau
Útskuldun verka
TODO
Algengar spurningar
- Hvernig geta verktakar séð yfirlit yfir tímana sína?
Starfsmenn / verktakar geta skráð sig inn með sínu notandanafni og lykilorði á Regla.is til að sjá yfirlit yfir tímana sína.
Ef þeim hefur verið úthlutað hlutverkinu "Starfsmaður/Verktaki" geta þau farið í Verkbókhald -> Starfsmaður / Verktaki -> Yfirlit og séð tímana sem þau hafa unnið yfir ákveðið tímabil.