Regla2Regla (R2R) - FAQ
Hvað gerist ef Kaupandi selur umfram birgðum sem Birgi er með?
Ef sala er á vöru þegar það eru ekki til nægar birgðir þá mun það setja lager Kaupanda í mínus.
Hvernig getur Kaupandi keypt vörur beint af Birgja?
- Veldu vöruna í gegnum Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur.
- Veldu birgðir á vöruspjaldinu
- Fyrir færa birgðir af veldu lagerinn sem er skilgreindur í kaupanda stillingunum
- Fyrir færa birgðir á veldu lagerinn sem þú vilt færa birgðir á
- Stimplaðu inn magnið sem þú vilt færa
- Smelltu á Færa takkan
Þetta mun sjálfvirkt stofna afhendingarseðil hjá Birgja.
Getur Kaupandi notað Regla2Regla kerfið til að skila vöru til Birgja?
Nei. Ef Kaupandi kreditfærir reikning sem notaði lager Birgja þá er birgðunum bætt á lager Kaupanda
Ef Kaupandi og Birgi eru með birgðir af sömu vöru hvor lagerinn mun vera dregið frá?
Það mun alltaf reyna að taka birgðir af lager Kaupanda áður en það er tekið af birgðum Birgja
Getur Kaupandi selt vörur Birgja í Shopify/Woocommerce?
Já. Til að gera það þarf Shopify/Woocommerce vefverslunartengingin að vera með kveikt á "Fleiri en einn lager" stillingunni undir Sölukerfi / Stjórnun / Stýringar
Hvað þýðir það ef takkinn til að stofna Kaupanda er grár og það er ekki hægt að smella á hann?
Þetta þýðir að það er engin birgi búinn að opna tengingu sem er ekki þegar búið að tengjast.
Hvað gerist ef Birgi eyðir tengingu við Kaupanda?
Þá eru allar birgðir allra vara sem eru í Kaupanda vefverslunartengingar lagernum settar á 0 og Kaupandi getur séð að Vefverslunartengingin hafi verið eytt. Við mælum með að láta Kaupanda vita áður en þessi aðgerð er framkvæmd.