Viðskiptamenn (R2R)
Í valmynd vefverslunartengingarinnar er hægt að skoða viðskiptamenn. Í þeim lista er hægt að velja hvaða viðskiptamenn verslað við valdar vörur. Til að það sé hægt að stofna tengingu við annað fyrirtæki þarf að vera viðskiptamaður skráður sem er með sömu kennitölu. Til að stofna kaupanda tengingu við eitt eða fleiri fyrirtæki þá þarf að haka við samsvarandi viðskiptamann og velja að tengja. Við það breytist staðan í gult merki. Til að rjúfa kaupanda tengingu við eitt eða fleiri fyrirtæki þá þarf að haka við samsvarandi viðskiptamann og velja að aftengja. Við það breytist staðan í ekkert merki.
Útskýring á skilgreiningum
- Leitargluggi til að leita af viðskiptamanni út frá nafni, kennitölu eða tölvupóstfangi
- Ekkert merki - Ekki búið að stofna tenging við viðskiptamann
- Gult merki - Búið að stofna tengingu við viðskiptamann en hann er ekki búinn að stofna kaupanda tengingu
- Grænt merki - Búið að stofna tengingu við viðskiptamann og hann er búinn að stofna kaupanda tengingu
- Stofnar tengingu við merkta viðskiptamenn
- Eyðir tengingu við merkta viðskiptamenn
- Stilling fyrir hversu margar línur eru á síðu