Endursetja lykilorð fyrir bankatengingu vegna sendingu á kröfum

Ef lykilorði hefur verið gleymt þarf að byrja á því að hafa samband við þjónustufulltrúa viðkomandi banka og biðja um nýtt lykilorð fyrir B2B tengingu. Þegar það er komið þarf að endursetja lykilorðið í Reglu. Ef slegið var inn vitlaust lykilorð þá er nóg að endursetja lykilorðið.

Endursetja lykilorð

Veldu

Sölukerfi / Stjórnun / Skilgreining, útsendar kröfur, vaxtatekjur o.fl.

  1. Smelltu á réttu skilgreiningu úr listanu
  2. Smelltu á "Endursetja lykilorð".

ATH! Þegar smellt er á "Endursetja lykilorð" kemur engin melding heldur mun lykilorðið sem sett var inn áður þurrkast út. Við næstu aðgerð, sem tengist bankanum, t.d. lesa inn færslur í banka, opnast glugginn þar sem sett er inn notendanafnið og nýja lykilorðið frá bankanum.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband