Hvað kostar Regla?

Verðskrá Reglu er aðgengileg hér: https://www.regla.is/is/verdskra/

Forsendur

  • Öll verð eru án vsk. og gjöld per vöru eru rukkuð mánaðarlega (nema annað sé tekið fram).
  • Færslufjöldi miðast við uppsafnaðar færslur frá upphafi (ekki færslur á mánuði, færslur á ári o.s.frv.).
  • Verðskráin tekur gildi 1. janúar 2023.

Byrjendaleyfi

  • Til að koma til móts við notendur sem er með fáar færslur, reikninga og launaseðla, aðilar eins og einyrkjar og frumkvöðlar þá bjóðum við upp á Byrjendaleyfi.
  • Þetta er lægra gjald en almenna verðið okkar og gildir á meðan færslur, reikningar og launaseðlar eru undir ákveðnu magni (fer efttir kerfiseiningu, sjá nánar á verðskrá).
  • Ef þú ert með þrjár kerfiseiningar í byrjendaleyfi þá færðu þriðju eininguna án endurgjalds.

Almennt verð og viðbótar gjöld

  • Þegar notandi er kominn yfir fjölda færslna, reikninga og launaseðla sem byrjendaleyfi nær til þá flyst hann sjálfkrafa í almennt verð
  • Þegar notandi er kominn yfir fjölda færslna, reikninga og launaseðla sem almennt verð nær til þá bætist við viðbótar gjald fyrir viðbótar færslur allt að 11 sinnum.

Dæmi um þróun á verði fyrir sölu- og birgðakerfi

  • Miðað við verðskrá 01.01.2023 og á við 
  • 3600 kr. / <100 reikn.
    •  Notandi byrjar í Reglu og borgar byrjendaleyfi þar til hann er búinn að gefa út 100 reikninga á 3,600 kr.
  • 6400 kr. / <5000 reikn.
    • Þá hættir notandi að borga byrjendaleyfi og byrjar að borga almennt verð og gerir það þangað til að hann hefur gefið út 5000 reikninga sem eru innifaldir í almenna verðinu á 6,400 kr.
  • 8400 kr. / <15000 reikn.
    • Þegar notandi er búinn með 5000 reikninga sem eru innifaldir í almenna verðinu bætast við viðbótargjöld fyrir hverja byrjaða 10000 reikninga, 6,400 kr + 2,000 kr. eða samtals 8,400 kr. fyrir allt að 15000 reikninga.
  • 28400 kr. / hámarks gjald per kerfiseining
    • Viðbótar gjöld bætast við almenna verðið eftir notkun, allt að 11 sinnum og er það hámarks gjald per kerfiseiningu
  • Þessi þróun á verði (byrjendaleyfi > almennt verð > almennt verð + viðbótar gjald) á við um þær kerfiseiningar sem eru aðgengilegar á regla.is

Innifalið í áskrift

  • Þjónusta
    • Öll símtöl, tölvupóstur & heimsóknir á staðinn
    • Ath. við tökum gjald (48,000 kr.) fyrir uppsetningu á afgreiðslukassa og per vefverslun
  • Námskeið
    • Live Zoom námskeið í fjárhag, sölu & launakerfum á 2 mánaða fresti, skráning hér
    • Upptökur af námskeiðum á Youtube
  • Hýsing, uppfærslur og afritun gagna
    • Regla er nútíma skýjalausn, eitt kerfi fyrir alla
  • Ótakmarkaðir notendur
    • Allir geta fengið aðgang til að skrá og/eða skoða
    • Veitir fullkominn rekjanleika yfir hver gerir hvað
  • Veltu %
    • Regla rukkar ekki % af veltu 
Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband