B2B Mínar Síður

Í mínum síðum B2B er hægt að framkvæma eftirfarandi:

 1. Stofna og loka á fyrirtækjavensl sem er reiknings viðskiptasamband milli viðskiptavinar og birgja
 2. Stofna og óvirkja starfsmenn með heimild til að taka út vörur og þjónustu í nafni fyrirtækis hjá birgja
 3. Framkvæma fyrirspurnir á úttektir starfsmanna

Til að skrá þig inn á B2B mínar síður ferðu á https://b2b.regla.is/ og notar notendanafn og lykilorð sem þú hefur fengið sent frá Reglu.

1. Fyrirtækjavensl

Í fyrirtækjavenslum er hægt að stofna til vensla milli fyrirtækis og birgja svo framarlega sem birgi hefur opnað á viðskiptasamband. 

Staða vensla sést með lit

 • Rautt = birgi hefur ekki opnað á viðskiptasamband
 • Gult = birgi hefur opnað á viðskiptasamband en viðksiptavinur ekki samþykkt
 • Grænt = birgi hefur opnað á viðskiptasamband og viðksiptavinur samþykkt

2. Starfsmannayfirlit

Í starfsmannayfirliti er hægt að stofna nýja starfsmenn með því að skrá einstaka starfsmenn eða lesa inn skrá. Einnig er hægt að óvirkja starfsmenn sem þegar eru skráðir.

3. Fyrirspurnir

Hægt er að gera fyrirspurn um úttektir starfsmanna fyrir skilgreint tímabil eftir 3 sniðmátum:

 • Samantekt / einfaldur listi
 • Niðurbrot eftir starfsmanni
 • Niðurbrot eftir dagsetningu
 • Niðurbrot eftir aðrar færslur

Einnig er hægt að leita eftir einstökum starfsmanni og svo er hægt að hlaða niður niðurstöðu fyrirspurnar í Excel sniðmáti.

Samantekt

Niðurbrot eftir starfsmanni

Niðurbrot eftir dagsetningu

Niðurbrot eftir aðrar færslur

Til að framkvæma fyrirspurn

 1. veldu tímabil
 2. veldu sækja
 3. veldu tegund skyrslu
 4. hægt að leita að starfsmanni eftir nafni eða kennitölu
 5. hægt að raða dálkum
 6. hægt að hlaða niður niðurstöðu fyrirspurnar í Excel sniðmáti

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband