Notandi vefverslunartengingar

Notandinn sem er tengdur við vefverslunartenginguna er tengdur við allar sjálfvirkar færslur sem vefverslunartengingin gerir.

Þannig ef það er búinn til sér notandi fyrir vefverslunartenginguna mun það auka rekjanleika á öllum aðgerðum sem vefverslun framkvæmir.

Til að búa til þennan notanda þarf að fara undir Stjórnun / Viðhald skráa / Starfsmenn

  1. Smelltu á "Stofna"
  2. Sláðu inn kennitölu - ef kennitala byrjar á 99 er hún ekki vartöluprófuð
  3. Sláðu inn nafn - gott að hafa eitthvað sem minnir á vefverslun
  4. Notendanafn verður sjálfkrafa til þegar nafn hefur verið sett inn
  5. Veldu deild
  6. Sláðu inn GSM númer
  7. Sláðu inn netfang
  8. Smelltu á "Skrá"

Þegar búið er að skrá notandann þá mun annar gluggi opnast þar sem velja þarf hlutverk.

Veldu þessi hlutverk og smelltu á "Stofna": 

  • Sölukerfi / Skráning og viðhald
  • Sölukerfi / Stjórnun

Þegar búið er að skrá notandann ætti að berast tölvupóstur með notandanafni og lykilorði.
Næst þarf því að fara undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun og skrá upplýsingarnar undir "Notandi Reglu".
ATH! Við mælum með að lykilorði sé breytt fyrir vefverslunarnotandann og notað sé öruggt lykilorð.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband