Almennt um pantanir

  • Pöntun er bókuð þegar greiðsla er samþykkt (mælt með)
    • Pantanir berast í Geymdir reikningar. Þegar Regla fær síðan skilaboð um að greiðsla sé staðfest bókast geymdi reikningurinn
    • Athugið að handvirkar greiðsluleiðir eins og millifærslur senda ekki skilaboð um staðfestingu greiðslu og þar af leiðandi þarf að bóka þá reikninga handvirkt
  • Pöntun er bókuð í geymdan reikning
    • Pantanir berast í Geymda reikninga, þar sem það er hægt að yfirfara þá og síðan klára bókun
  • Pöntun er bókuð beint í reikning
    • Pantanir eru bókaðar beint í reikning

Pantanir úr vefverslun eru bókaðar í reikninga (Sölukerfi > Skráning og viðhald > Reikningar).

Greiðslur

Í reikningalistanum er sérstakur dálkur sem heitir Heimild. Þegar greiðsla er staðfest frá vefversluninni, þá er sett í þennan reit nafnið á greiðsluhirðinu.

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir úr vefverslun eru ekki skráðir í Reglu, nema það sé búið að útbúa kennitölureit í greiðslusíðuna í vefversluninni.
Ef það er búið að setja upp kennitölureit, þá verður viðskiptavinurinn skráður og pöntunin síðan skráð á hann.
Annars er notaður  Gestaviðskiptavinurinn sem er stilltur við stofnun vefverslunartengingar.
Þegar þessi viðskiptavinur er notaður eru upplýsingar um viðskiptavin úr vefversluninni settar í athugasemd.

Hér er dæmi um pöntun úr vefverslun, þar sem  Gestaviðskiptavinurinn er notaður:

webstore_order

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband