Vefverslunartenging - FAQ

Vörutenging

  • Afhverju eru vörur í Reglu og vefverslun ekki að samstillast?

    Líklegast eru vörurnar ekki tengdar eða stillingar rangar. Gakktu úr skugga um að vörur eru tengdar í gegnum Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur. Þar er hægt að sjá hvort vara er tengd í vefverslun. Ef vara er tengd geturu smellt á "Skoða" hlekkinn. Regla sendir þig á vöruna sem varan er tengd við. 


    Ef það er ekki málið gætu stillingar verið rangar. Stillingar eru aðgengilegar undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun. Skoðaðu atburðir og samstilling.

  • Uppsetning vefverslunartengingar er lokið og vörurnar eru tengdar. Afhverju eru birgðir/verð ekki það sama?

    Vefverslunartengingin er rauntímatenging. Hlutir uppfærast aðeins þegar þeim er breytt. Að tengja vörur breytir þeim ekki og því gætu þær enn verið í ósamræmi. Farðu undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun og síðan í Samstillingu. Þar er hægt að samstilla allt sem er í ósamræmi.

    Ég er að haka í vefverslunarhakið á vöruspjaldi. Afhverju er varan ekki að ná að tengjast?

    Regla reynir að finna samsvarandi vöru fyrst í vefverslun. Samsvarandi vara er vara sem er með sama vörunúmer og sama vörugerð (fjölbreytt/einföld). Þar sem Shopify og WooCommerce haga sér öðruvísi með þessi eigindi leitar Regla á mismunandi hátt.

    • Shopify, einföld vara: Reglar leitar að vörunúmerinu og ef það koma fleiri en ein vara býr Regla til nýja. Annars er eina varan sem passar tengd. Gott að hafa í huga að Regla breytir vörunni í einfalda vöru ef hún er önnur gerð.
    • Shopify, fjölbreytt vara: Regla leitar að vörunúmerinu á undirvörunum. Ef vara í Shopify passar nákvæmlega við Reglu vöruna tengir Regla hana.
    • WooCommerce, einföld vara: Regla leitar að vörunúmerinu og ef varan er til og einföld vara þá tengir Regla hana. Ef varan er ekki einföld vara þá eyðir Regla vörunúmerinu á fundnu vörunni og býr til nýja.
    • WooCommerce, fjölbreytt vara: Regla leitar að vörunúmerinu á yfirvörunni. Ef varan er til sem yfirvara reynir Regla að tengja allar undirvörur sem hún getur við yfirvöruna. Ef varan er einföld þá breytir Regla henni í fjölbreytta vöru. Ef varan er undirvara þá eyðir Regla vörunúmerinu af henni og býr til nýja.
  • Hvernig er best að endurtengja vörur?

    Hraðasta leiðin er að finna vöruna undir Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur, aftengja hana, uppfæra og síðan skoða vöruna í vefverslun til að sjá hvort hún sé ekki í lagi. Ef það er staðfest þá er málið að tengja hana aftur. Annars er gott að fara undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun og Frumstilla vörur. Þar er oft lýst auka vandamálum.

    Til að finna villutengingar er gott að kíkja í Samstillingu á vörum undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun.

  • Hver er munurinn á verð og afslættir í Samstillingu?

    Verð breytir aðeins grunnverði á vörum, hvort sem það er fram eða til baka. Ef vara er á afslætti og verð samstillt frá Reglu þar sem er enginn afsláttur mun varan samt haldast áfram á afslætti en með annað grunnverð. Til þess að kveikja/slökkva á afslættum þarf að nota Afslættir hakið í samstillingu.

  • Síurnar í Frumstillingu og Samstillingu hafa sér furðulega þegar ekkert er síað

    Þegar ekkert er síað í þessum viðmótum ákveður Regla að sýna vörur sem ættu að skipta máli í viðmótunum, t.d. er ekki ástæða að sýna tengdar vörur í Frumstillingu því Frumstilling snýst um að tengja ótengdar vörur. Sama með Samstillingu og nú þegar samstilltar vörur.

    Ætti ég að samstilla vöruflokka á milli Reglu og vefverslun?

    Við mælum ekki með því, en það gæti hentað sumum. Vöruflokkar í Reglu eru aðallega til að flokka betur fyrir notanda fyrirtælisins og þægilegrar uppflettingu í kassakerfinu. Vöruflokkar í vefverlun eru til þess að selja kúnnum vörur og eru því ólíklega settir upp á góðan hátt fyrir bókhaldskerfi.

    Hvernig flæðir vörulýsing á milli Reglu og vefverslun?

Shopify:

    • Einföld vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description Shopify
    • Yfirvara vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description Shopify

WooCommerce:

    • Einföld vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description WooCommerce
    • Einföld vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Short description WooCommerce
    • Yfirvara:  Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description WooCommerce
    • Yfirvara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Short description WooCommerce
    • Undirvara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description WooCommerce

Vefverslunarpantanir

  • Pantanir frá vefverlun innihalda vörulínur sem eru ekki tengdar við Reglu. Afhverju?

    Þegar Regla tekur á móti pöntun frá vefverslun skoðar Regla fyrst hvort seldu vörurnar eru tengdar. Ef svo er ekki grípur Regla í vöru sem er með sama vörunúmer. Ef það virkar heldur ekki er gripið í Óþekktu vöruna sem var skilgreind í uppsetningu vefverslunartengingu.

  • Innheimtumáti á vefverslunarreikning er Óþekkt en það var ekki greitt í gegnum greiðslugátt

    Regla hlustar á innheimtumáta frá vefverslun og reynir að samstilla þá við eigin innheimtumáta. Hvað vefverslun sendir eru mismunandi á milli útgáfu og stundum eru ný skilaboð sem ekki er búið að gera ráð fyrir. Endilega sendið á okkur(regla@regla.is) þegar það kemur fyrir.

Stillingar

  • Afhverju eru stillingar á vefverslunartengingu á tveimur stöðum?

    Stillingarnar undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun eru almennar stillingar sem eru nógu sjálflýsandi að notandi ætti að geta stillt þær með góða hugmynd hvað þær eru að gera.


    Stillingarnar undir Sölukerfi / Stjórnun / Stýringar eru stillingar sem hafa verið sérhæfðar sérstökum kerfum og mælt er með því að tala við okkur um hvort stillingar þar henti þínu kerfi.

Annað

  • Afhverju er ekki app/plug-in í vefverslun að virka með Reglu?

    Regla gerir ráð fyrir grunnvefverslunarkerfi. Allar viðbætur gætu breytt grunnkerfinu og því eyðilagt tenginguna. Setjið upp þessar viðbætur á eigin ábyrgð!

  • Afhverju tekur allt vefverslunartengt svona langan tíma?

    Samstilling og Frumstilling sækja allar vörur úr vefverslun. Þar af leiðandi: Því fleiri vörur, því lengri biðtími. Allur biðtími er Regla að bíða eftir svörum frá vefverslunum og stundum eru mikið af gögnum að fara á milli.


    Gott að hafa í huga fyrir WooCommerce vefverslunartengingar að WooCommerce hraði er oft tengdur hýsingaraðila.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband