Vefverslunartenging - FAQ
Vörutenging
Afhverju eru vörur í Reglu og vefverslun ekki að samstillast?
Líklegast eru vörurnar ekki tengdar eða stillingar rangar. Gakktu úr skugga um að vörur eru tengdar í gegnum Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur. Þar er hægt að sjá hvort vara er tengd í vefverslun. Ef vara er tengd geturu smellt á "Skoða" hlekkinn. Regla sendir þig á vöruna sem varan er tengd við.
Ef það er ekki málið gætu stillingar verið rangar. Stillingar eru aðgengilegar undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun. Skoðaðu atburðir og samstilling.
Uppsetning vefverslunartengingar er lokið og vörurnar eru tengdar. Afhverju eru birgðir/verð ekki það sama?
Vefverslunartengingin er rauntímatenging. Hlutir uppfærast aðeins þegar þeim er breytt. Að tengja vörur breytir þeim ekki og því gætu þær enn verið í ósamræmi. Farðu undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun og síðan í Samstillingu. Þar er hægt að samstilla allt sem er í ósamræmi.
Ég er að haka í vefverslunarhakið á vöruspjaldi. Afhverju er varan ekki að ná að tengjast?
Regla reynir að finna samsvarandi vöru fyrst í vefverslun. Samsvarandi vara er vara sem er með sama vörunúmer og sama vörugerð (fjölbreytt/einföld). Þar sem Shopify og WooCommerce haga sér öðruvísi með þessi eigindi leitar Regla á mismunandi hátt.
- Shopify, einföld vara: Reglar leitar að vörunúmerinu og ef það koma fleiri en ein vara býr Regla til nýja. Annars er eina varan sem passar tengd. Gott að hafa í huga að Regla breytir vörunni í einfalda vöru ef hún er önnur gerð.
- Shopify, fjölbreytt vara: Regla leitar að vörunúmerinu á undirvörunum. Ef vara í Shopify passar nákvæmlega við Reglu vöruna tengir Regla hana.
- WooCommerce, einföld vara: Regla leitar að vörunúmerinu og ef varan er til og einföld vara þá tengir Regla hana. Ef varan er ekki einföld vara þá eyðir Regla vörunúmerinu á fundnu vörunni og býr til nýja.
- WooCommerce, fjölbreytt vara: Regla leitar að vörunúmerinu á yfirvörunni. Ef varan er til sem yfirvara reynir Regla að tengja allar undirvörur sem hún getur við yfirvöruna. Ef varan er einföld þá breytir Regla henni í fjölbreytta vöru. Ef varan er undirvara þá eyðir Regla vörunúmerinu af henni og býr til nýja.
Hvernig er best að endurtengja vörur?
Hraðasta leiðin er að finna vöruna undir Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur, aftengja hana, uppfæra og síðan skoða vöruna í vefverslun til að sjá hvort hún sé ekki í lagi. Ef það er staðfest þá er málið að tengja hana aftur. Annars er gott að fara undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun og Frumstilla vörur. Þar er oft lýst auka vandamálum.
Til að finna villutengingar er gott að kíkja í Samstillingu á vörum undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun.
Hver er munurinn á verð og afslættir í Samstillingu?
Verð breytir aðeins grunnverði á vörum, hvort sem það er fram eða til baka. Ef vara er á afslætti og verð samstillt frá Reglu þar sem er enginn afsláttur mun varan samt haldast áfram á afslætti en með annað grunnverð. Til þess að kveikja/slökkva á afslættum þarf að nota Afslættir hakið í samstillingu.
Síurnar í Frumstillingu og Samstillingu hafa sér furðulega þegar ekkert er síað
Þegar ekkert er síað í þessum viðmótum ákveður Regla að sýna vörur sem ættu að skipta máli í viðmótunum, t.d. er ekki ástæða að sýna tengdar vörur í Frumstillingu því Frumstilling snýst um að tengja ótengdar vörur. Sama með Samstillingu og nú þegar samstilltar vörur.
Ætti ég að samstilla vöruflokka á milli Reglu og vefverslun?
Við mælum ekki með því, en það gæti hentað sumum. Vöruflokkar í Reglu eru aðallega til að flokka betur fyrir notanda fyrirtælisins og þægilegrar uppflettingu í kassakerfinu. Vöruflokkar í vefverlun eru til þess að selja kúnnum vörur og eru því ólíklega settir upp á góðan hátt fyrir bókhaldskerfi.
Hvernig flæðir vörulýsing á milli Reglu og vefverslun?
Shopify:
- Einföld vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description Shopify
- Yfirvara vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description Shopify
WooCommerce:
- Einföld vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description WooCommerce
- Einföld vara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Short description WooCommerce
- Yfirvara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description WooCommerce
- Yfirvara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Short description WooCommerce
- Undirvara: Regla Löng lýsing ⇐⇒ Description WooCommerce
Vefverslunarpantanir
Pantanir frá vefverlun innihalda vörulínur sem eru ekki tengdar við Reglu. Afhverju?
Þegar Regla tekur á móti pöntun frá vefverslun skoðar Regla fyrst hvort seldu vörurnar eru tengdar. Ef svo er ekki grípur Regla í vöru sem er með sama vörunúmer. Ef það virkar heldur ekki er gripið í Óþekktu vöruna sem var skilgreind í uppsetningu vefverslunartengingu.
Innheimtumáti á vefverslunarreikning er Óþekkt en það var ekki greitt í gegnum greiðslugátt
Regla hlustar á innheimtumáta frá vefverslun og reynir að samstilla þá við eigin innheimtumáta. Hvað vefverslun sendir eru mismunandi á milli útgáfu og stundum eru ný skilaboð sem ekki er búið að gera ráð fyrir. Endilega sendið á okkur(regla@regla.is) þegar það kemur fyrir.
Stillingar
Afhverju eru stillingar á vefverslunartengingu á tveimur stöðum?
Stillingarnar undir Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun eru almennar stillingar sem eru nógu sjálflýsandi að notandi ætti að geta stillt þær með góða hugmynd hvað þær eru að gera.
Stillingarnar undir Sölukerfi / Stjórnun / Stýringar eru stillingar sem hafa verið sérhæfðar sérstökum kerfum og mælt er með því að tala við okkur um hvort stillingar þar henti þínu kerfi.
Annað
Afhverju er ekki app/plug-in í vefverslun að virka með Reglu?
Regla gerir ráð fyrir grunnvefverslunarkerfi. Allar viðbætur gætu breytt grunnkerfinu og því eyðilagt tenginguna. Setjið upp þessar viðbætur á eigin ábyrgð!
Afhverju tekur allt vefverslunartengt svona langan tíma?
Samstilling og Frumstilling sækja allar vörur úr vefverslun. Þar af leiðandi: Því fleiri vörur, því lengri biðtími. Allur biðtími er Regla að bíða eftir svörum frá vefverslunum og stundum eru mikið af gögnum að fara á milli.
Gott að hafa í huga fyrir WooCommerce vefverslunartengingar að WooCommerce hraði er oft tengdur hýsingaraðila.