Fjölbreyttar vörur
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur
Til að gera fjölbreytta vöru, t.d. með mismunandi litum og stærðum, er farið í flipann Eiginleikar á vörunni.
Þessi vara verður að yfirvöru, hennar hlutverk er að halda utan um vöruafbrigðin og á sjálf ekki að vera í sölu.
- Finndu vöruna sem þú vilt hafa sem yfirvöru ef hún er til eða stofnaðu nýja vöru
- Smelltu á vörulínuna (ef hún er til)
- Smelltu á "Eiginleikar"
- Sláðu inn nafn á vörueiginleika
- Sláðu inn gildin á vörueiginleikanum. ATH! þarf að vera "|" á milli gilda
- Smelltu á "Bæta við"
- Bættu við fleiri vörueiginleikum að vild. ATH! vara getur aðeins haft þrjá vörueiginleika
- Smelltu á "Forskoðun undirvara"
- Skráðu gildi á vörum þar sem þarf (birgðir, verð, strikamerki o.s.frv.)
- Smelltu á "Staðfesta og búa til undirvörur"
Skilgreiningar
- Lager fyrir birgðabreytingar
- Til að breyta vörueiginleikum
- Reitur til að breyta nafni vörueiginleika
- Hnappur til að eyða vörueiginleika
- Reitir til að breyta gildi vörueiginleika
- Hnappur til að eyða gildi vörueiginleika
- Reitur til að bæta við nýjum gildum vörueiginleika. Til að bæta við mörgum gildum notið "|" á milli gildanna
- Hnappur til að staðfesta vörueiginleikabreytingar
- Hnappur til að hætta við vörueiginleikabreytingar
- Hak til að Regla býr til vörunafn og vörunúmer út frá vörueiginleika gildum
- Vörunúmera og nafns afmörkun, sjálfvalið ef tómt '-'
- Hnappur til að uppfæra allar undirvörur
- Staða á forskoðun undirvara, farðu með músina yfir táknmyndina fyrir nánari lýsingu
- Ef undirvara er til nú þegar í kerfinu, er hægt að leita af henni. Vörunúmer er leitarstrengur
- Ef þú vilt stofna/tengja eina undirvöru í einu