Fjölbreyttar vörur

Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur

Til að gera fjölbreytta vöru, t.d. með mismunandi litum og stærðum, er farið í flipann Eiginleikar á vörunni.
Þessi vara verður að yfirvöru, hennar hlutverk er að halda utan um vöruafbrigðin og á sjálf ekki að vera í sölu.

  1. Finndu vöruna sem þú vilt hafa sem yfirvöru ef hún er til eða stofnaðu nýja vöru
  2. Smelltu á vörulínuna (ef hún er til)
  3. Smelltu á "Eiginleikar"
  4. Sláðu inn nafn á vörueiginleika
  5. Sláðu inn gildin á vörueiginleikanum. ATH! þarf að vera "|" á milli gilda
  6. Smelltu á "Bæta við"
  7. Bættu við fleiri vörueiginleikum að vild. ATH! vara getur aðeins haft þrjá vörueiginleika
  8. Smelltu á "Forskoðun undirvara"
  9. Skráðu gildi á vörum þar sem þarf (birgðir, verð, strikamerki o.s.frv.)
  10. Smelltu á "Staðfesta og búa til undirvörur"

Skilgreiningar

  1. Lager fyrir birgðabreytingar
  2. Til að breyta vörueiginleikum
  3. Reitur til að breyta nafni vörueiginleika
  4. Hnappur til að eyða vörueiginleika
  5. Reitir til að breyta gildi vörueiginleika
  6. Hnappur til að eyða gildi vörueiginleika
  7. Reitur til að bæta við nýjum gildum vörueiginleika. Til að bæta við mörgum gildum notið "|" á milli gildanna
  8. Hnappur til að staðfesta vörueiginleikabreytingar
  9. Hnappur til að hætta við vörueiginleikabreytingar
  10. Hak til að Regla býr til vörunafn og vörunúmer út frá vörueiginleika gildum
  11. Vörunúmera og nafns afmörkun, sjálfvalið ef tómt '-'
  12. Hnappur til að uppfæra allar undirvörur
  13. Staða á forskoðun undirvara, farðu með músina yfir táknmyndina fyrir nánari lýsingu
  14. Ef undirvara er til nú þegar í kerfinu, er hægt að leita af henni. Vörunúmer er leitarstrengur
  15. Ef þú vilt stofna/tengja eina undirvöru í einu

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband